Eignir Jóns Ásgeir og Hannesar kyrrsettar

Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson.

Hundruð milljóna króna virði af eignum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Hannesar Smárasonar verða kyrrsettar vegna rannsóknar skattayfirvalda, að því er segir  í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun.

Sagt var frá þessu í fréttum Sjónvarpsins í kvöld. Skattayfirvöld eru að rannsaka nokkur mál tengd Jóni Ásgeiri, Hannesi og félögum þeim tengdum. Eitt þeirra er rekstrarkostnaður FL Group, nú Stoða, sem nam  5,2 milljörðum króna ára 2007 en þá var Hannes forstjóri FL-Group og Jón Ásgeir, eða menn í hans umboði, stjórnarformenn.

Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit í höfuðstöðvum félagsins í nóvember 2008. Viðskiptablaðið segir, að stjórnendum félagsins hafi ekki tekist að útskýra þennan mikla kostnað og að talið sé að hann sé í raun hlunnindi sem beri að greiða af skatt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK