Samkeppnismál höfðu ekki áhrif á ráðningu

Höskuldur H. Ólafsson.
Höskuldur H. Ólafsson.

Höskuldur H. Ólafsson, sem í dag var ráðinn bankastjóri Arion banka, segir að rannsókn samkeppnisyfirvalda á málum tveggja fyrirtækja, sem hann hefur starfað hjá, hafi ekki haft áhrif á ráðningu hans.

Höskuldur sendi í kvöld frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Í framhaldi af skrifum Pressunar og Eyjunnar um ráðningu mína sem nýs   forstjóra Arion banka hafa verið rifjuð upp tengsl tveggja fyrirtækja   sem ég hef starfað hjá við samkeppnislagabrot eða yfirstandandi   rannsókn á slíkum brotum. Mér finnst rétt að árétta að stjórn bankans kynnti sér bæði málin ítarlega og taldi þau ekki gefa tilefni til að  hafa áhrif á ráðninguna.

Annað málið sem nefnt hefur verið varðar Eimskip. Þegar málið kom upp   hafði ég ekki aðkomu að málum sem flokkast undir samkeppnismál.

Hitt málið sem tilgreint er varðar rannsókn Samkeppniseftirlitsins á 
meintri misnotkun Valitor á markaðsráðandi stöðu. Samkeppnisaðilinn   Borgun hf. kvartaði undan því að Valitor væri að verðleggja þjónustu  sína of lágt. Samkeppniseftirlitið beitir sínum rannsóknarúrræðum í  slíkum tilfellum og framkvæmdi húsleit hjá Valitor þann 1. júlí 2009.  Rannsókn á meintum brotum stendur enn yfir og óvíst hvenær vænta má  niðurstöðu. Valitor telur að ásakanir keppinautarins Borgunar eigi  ekki við rök að styðjast. Valitor er vel meðvitað um stöðu sína á  markaði og hagar málum sínum eftir því.
 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir