S&P lækkar einkunn Spánar

Barcelona á Spáni.
Barcelona á Spáni. Reuters

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í dag lánshæfiseinkunn spænska ríkisins. Áhrifin létu ekki á sér standa og lækkaði gengi evrunnar þegar í stað. Þá lækkaði hlutabréfavísitalan í kauphöllinni í Madrid um 2,99%.

S&P lækkaði einkunn spænska ríkisins fyrir langtímaskuldir úr AA+ í AA með neikvæðum horfum. Segir fyrirtækið í tilkynningu, að líklegt sé að framundan sé langvinnt stöðnunarskeið sem muni veikja stöðu ríkissjóðs Spánar. 

S&P lækkaði í gær lánshæfiseinkunn gríska ríkisins niður í ruslflokk. Þá lækkaði S&P einkunn portúgalska ríkisins um 2 flokka í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK