Gríðarlegar hækkanir á hlutabréfamörkuðum

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu gríðarlega mikið í dag vegna ákvörðunar Evrópusambandsríkjanna um að stofna neyðarsjóð sem ætlað er að koma í veg fyrir að skuldavandi Grikklands breiðist út til annarra evru-ríkja. Í París hækkaði CAC vísitalan um 9,66%, Dax í Frankfurt hækkaði um 5,30% og FTSE í Lundúnum um 5,16%.

Í Mílanó hækkaði hlutabréfavísitalan um rúm 11% og í Madríd um 14,43% sem er mesta hækkun þar á einum degi. Í Lissabon hækkaði vísitalan um 10,73% sem er einnig met.

Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 7,07%, í Kaupmannahöfn nam hækkunin 6,36%, Stokkhólmur 6,43% og Helsinki 8,31%.

Á Wall Street hefur Dow Jones vísitalan hækkað um 4,01%, Nasdaq 4,7% og Standard and Poor´s um 4,31%. Viðskiptum lýkur á Wall Street klukkan 21 að íslenskum tíma.

Í nótt var greint frá því að samþykkt hafi verið að stofna 750 milljarða evru neyðarsjóð. Ríkin sextán sem mynda Myntbandalag Evrópu leggja sjóðnum til 440 milljarða evra, neyðarsjóður ESB leggur til 60 milljarða evra og 250 milljarðar evra koma frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Neyðarsjóðinn á meðal annars að nota í að kaupa evrópsk ríkisskuldabréf og eru seðlabankar í Evrópu byrjaðir að fylgja því eftir.

Hlutabréfamarkaðir hafa heldur betur rétt úr kútnum í dag
Hlutabréfamarkaðir hafa heldur betur rétt úr kútnum í dag Reuters
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK