Stofnun neyðarsjóðs samþykkt

Evran hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu
Evran hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu Reuters

Fjármálaráherrar evru-ríkjanna hafa samþykkt að setja á stofn neyðarsjóð upp á alls 500 milljarða evra til þess að koma í veg fyrir að skuldavandi Grikkja hafi áhrif á önnur evru-ríki. Eins mun Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggja til 250 milljarða evra. 440 milljaðrar evra koma frá evruríkjunum 16 í formi lánsloforða og 60 milljarðar evra koma úr neyðarsjóði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Greint er frá þessu á vef BBC.

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að samþykkt sjóðsins sýni að ríkin sextán verji evruna með öllum ráðum.

Óttast hefur verið að ef ekki yrði gripið gripið til aðgerða þá væri hætta á að evran léti undan síga en leiðtogar evru-ríkjanna vöruðu á föstudagskvöldinu við spákaupmennsku með evruna.

Eins efast margir um að Spánn og Portúgal komist í gegnum erfiðleikana án þess að fá aðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK