Stofnandi EasyJet úr stjórn

mbl.is/Skapti

Stelios Haji-Ioannou, stofnandi enska lággjaldaflugfélagsins EasyJet, hefur sagt sagt sig úr stjórn flugfélagsins, að því er kemur fram í tilkynningu frá EasyJet.

Þar kemur fram, að ástæðan fyrir úrsögninni sé að Haji-Ioannou vilji fá aukið frelsi til að beita áhrifum EasyGroup sem hluthafa í fyrirtækinu til að ná fram breytingar á stefnu þess.

EasyGroup er eignarhaldsfélag EasyJet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir