Lækkar skuldabréf um 19,4 milljarða

Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrra.
Frá ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna í fyrra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkaði verðmæti skuldabréfa í eigu sjóðsins á árinu 2009 um 16,5 milljarða króna. Þar af voru 8,5 milljarðar vegna skuldabréfa banka og sparisjóða, 7,4 milljarðar vegna skuldabréfa fyrirtækja og 0,6 milljarðar vegna veðskuldabréfa. Lækkun verðmætis skuldabréfa er 19,4 milljarðar á tveimur árum.


Í ársskýrslu sjóðsins kemur fram að sjóðurinn lækkaði bókfært verðmæti skuldabréfa árið 2008 um 9,9 milljarða. Samtals hefur því sjóðurinn fært í varúðarfærslu 19,4 milljarða á þessum tveimur árum. Sjóðurinn afskrifaði endanlega sem tapað fé 7 milljarða í fyrra.

Ekki kemur fram í ársskýrslunni skuldabréf hvaða fyrirtækja voru lækkuð og hversu mikið.

Eftir að sjóðurinn lauk við ársuppgjör vegna ársins 2009 hafa Byr sparisjóður og Sparisjóður Keflavíkur lagt inn starfsleyfi sín. Samanlögð skuldabréfaeign sjóðsins í þessum sparisjóðum að teknu tilliti til varúðarfærslna nam 262 m.kr. í árslok. Áætluð áhrif þess á lífeyrissjóðinn er því óveruleg.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn á morgun, mánudaginn 17. maín nk. kl. 18:15 á Grand Hótel. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir