Hertar reglur um fjármálamarkaði samþykktar

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp til laga um mestu breytingar á reglum um fjármálamarkaði frá heimskreppunni á fjórða áratug aldarinnar sem leið.

Öldungadeildin samþykkti frumvarpið í nótt með 59 atkvæðum gegn 39. Nú þarf að sameina það frumvarpi fulltrúadeildarinnar um sama mál.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkjamenn myndu aldrei aftur borga fyrir „mistök fjármálafyrirtækjanna“ og bætti við að þau hefðu reynt án árangurs að koma í veg fyrir að lagafrumvarpið yrði samþykkt.

Með frumvarpinu verða til nýjar leiðir til að fylgjast með hættumerkjum á fjármálamörkuðum og það auðveldar yfirvöldum að gera upp stór fyrirtæki sem stefna í þrot. Gert er ráð fyrir nýrri eftirlitsstofnun og reynt verður að koma á umbótum á afleiðuviðskiptum. Lagðar verða hömlur á stóra banka og lántakendum verður gert að sanna að þeir geti endurgreitt lánin. 

Barack Obama býr sig undir að blaðamannafund um samþykkt öldungadeildarinnar.
Barack Obama býr sig undir að blaðamannafund um samþykkt öldungadeildarinnar. Reuters
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK