Fresta stofnun myntbandalags

Ríki við Persaflóa ætla að bíða átekta með stofnun myntbandalags …
Ríki við Persaflóa ætla að bíða átekta með stofnun myntbandalags þar til þau sjá hvernig rætist úr með evruna. Myndin er frá Kúveit. Reuters

Vandi evrusvæðisins veldur því að ríki sem kennd eru við Persaflóa ætla að bíða átekta með stofnun myntbandalags og sjá hvernig úr rætist með evruna. Sjeik Mohammad al-Sabah, utanríkisráðherra Kúveit, segir að það væri „óábyrgt“ fyrir samstarfsráð Flóaríkjanna að halda áfram án þess að skoða í þaula áhrif vandamálanna í Evrópu.

„Það nýjasta er vandinn á evrusvæðinu,“ sagði utanríkisráðherrann að loknum fundi utanríkisráðherra samstarfsráðsins í borginni Jedda í Saudi-Arabíu. „Það er margt til að draga lærdóma af svo við ættum að bíða átekta.“ Ráðherrarnir ákváðu á fundi sínum í dag að fara sér hægt í upptöku eins sameiginlegs gjaldmiðils.

Fjögur aðildarríki samstarfsráðs Flóaríkjanna, Saudi-Arabía, Kúveit, Bahrein og Qatar, samþykktu í fyrra að hefja undirbúning að stofnun myntbandalags.  Tvö önnur, Óman og Sameinuðu arabísku furstadæmin, hafa ekki fallist á stofnun myntbandalagsins vegna skoðanaágreinings.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK