Actavis á leið úr landi

Nýr forstjóri Actavis gefur til kynna að heimilisfesti fyrirtækisins sé ...
Nýr forstjóri Actavis gefur til kynna að heimilisfesti fyrirtækisins sé á leið frá Íslandi.

Líklegt er að yfirstjórn Actavis muni flytjast frá Íslandi á næstunni, ef marka má innanhússtölvuskeyti sem nýr forstjóri Actavis, Claudio Albrecht, sendi til allra starfsmanna fyrirtækisins í dag.

Albrecht tók í dag við starfi forstjóra fyrirtækisins af Sigurði Óla Ólafssyni, sem gegnt hefur starfi forstjóra í tvö ár. Sigurður tók við forstjórastarfinu af Róberti Wessman.

Í innanhússkeyti Albrecht segir: „Það er ljóst að í kjölfar yfirtöku fjölda fyrirtækja á síðasta áratug, er yfirstjórn Actavis staðsett í fimm löndum. Við erum í dag að leita að hentugri staðsetningu þar sem öll yfirstjórnin verður staðsett á sama stað," segir í skeytinu til starfsmanna Actavis á Íslandi.

Albrecht leggur hins vegar áherslu á að fyrirtækið muni áfram reka starfsemi á Íslandi:„Þið getið samt verið fullviss um að starfsemin á Íslandi mun áfram gegna lykilhlutverki framleiðslu, rannsóknum og þróun og Medis, sölu til þriðja aðila," segir í skeytinu.

Uppfært 11:29: Actavis vill koma því á framfæri að engar áætlanir eru uppi enn sem komið er að flytja heimilisfesti fyrirtækisins frá Íslandi.

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir