Lítill munur á milli Íslands og ESB verðlags

Verð á matvælum á Íslandi var hlutfallslega 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þetta er niðurstaða evrópskrar könnunar sem gerð var vorið 2009 en þetta er mikil breytinga frá árinu 2006 er verð á Íslandi var 61% hærra en í ríkjum ESB. Skýrist breytingin af gengisbreytingum.

Niðurstöður úr evrópskri könnun á verði matvæla, áfengis og tóbaks, sem gerð var vorið 2009, hafa verið gefnar út og er að finna á vef Hagstofu Íslands. Í þeim ríkjum sem þátt tóku var hlutfallslegt verðlag matvæla á Íslandi 4% hærra en að meðaltali í 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Það er mikil breyting frá fyrri könnun, sem gerð var árið 2006, en þá var verðlag hæst á Íslandi eða 61% hærra en í Evrópusambandinu. Breytingin skýrist fyrst og fremst af gengisbreytingum en í könnuninni er verð á sambærilegri körfu matvæla borið saman í evrum.

Í könnuninni nú var verðlag hæst í Noregi, 54% hærra en meðaltalið, í Danmörku 39% hærra og í Finnlandi 20% hærra. Í Svíþjóð var verðlag hið sama og á Íslandi, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Íslands.

Samanburðurinn náði til Íslands auk 36 annarra Evrópuríkja, það er 27 núverandi aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs, Sviss, Albaníu, Bosníu Hersegóvínu, Króatíu, Makedóníu, Serbíu, Svartfjallalands og Tyrklands. Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hafði umsjón með könnuninni en Hagstofa Íslands sá um framkvæmd hennar á Íslandi. Í könnuninni er notað meðalverð og -gengi ársins 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK