Lífeyrissjóðir spenntir fyrir Icelandair Group

Icelandair Group lýkur endurskipulagningu síðar á árinu.
Icelandair Group lýkur endurskipulagningu síðar á árinu. Ljósmynd/Sigurður Bogi Sævarsson

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa undanfarið skuldbundið sig til að kaupa 42 prósenta hlut í Icelandair Group hf. Frekari fjárfesting lífeyrissjóða er jafnframt á teikniborðinu, samkvæmt heimildum blaðsins.

Samanlögð fjárfesting sjóðanna fram að þessu nemur um fjórum milljörðum króna. Áhugi lífeyrissjóðanna skýrist meðal annars af bjartsýni á rekstur félagsins í kjölfar fjárhagslegrar endurskipulagningar, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Lágt gengi krónunnar er jafnframt talið félaginu til góðs, en það er líklegra til að laða fleiri ferðamenn til landsins en væri gengið sterkt.

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir