Askan veldur TUI tjóni

Eldgosið í Eyjafjallajökli
Eldgosið í Eyjafjallajökli Reuters

Tap ferðaþjónustufyrirtækisins TUI Travel jókst á öðrum ársfjórðungi og má það einkum rekja til slæms efnahagsástands í Bretlandi og áhrifa eldgossins í Eyjafjallajökli á flugsamgöngur í apríl og maí. Vara stjórnendur fyrirtækisins við því að afkoman í ár verði undir væntingum.

Tap TUI Travel nam 409 milljónum punda, 77 milljörðum króna, á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins, október-júní). Á sama tímabili á fyrra rekstrarári nam tapið 304 milljónum punda. Tekjur drógust saman um 8% og námu 8,224 milljörðum punda.

Í tilkynningu TUI Travel kemur fram að eldgosið í Eyjafjallajökli kostaði félagið 105 milljónir punda, 20 milljarða króna, sem er mun meira heldur en áætlað var. En fyrri áætlun hljóðaði upp á 90 milljónir punda. Fyrir eldgos var bókunarstaðan mjög góð en um leið og eldgosið hófst þá dró verulega úr bókunum, segir í tilkynningu TUI. 

Sala TUI hefur ekki verið samkvæmt áætlunum í Bretlandi og er það rakið til eldgossins í Eyjafjallajökli, sólríks sumars í Bretlandi og slæms efnahagsástands þar í landi sem hefur haft þau áhrif að Bretar ferðast mun meira innanlands en áður.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK