Vextir lækka um 1%

Helstu stjórnendur Seðlabanka, Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. …
Helstu stjórnendur Seðlabanka, Arnór Sighvatsson, Már Guðmundsson og Þórarinn G. Pétursson mbl.is/Golli

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1 prósentu. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 5,5% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 6,75%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, svo nefndir stýrivextir, lækka í 7,0% og daglánavextir í 8,5%.

Klukkan 11 mun seðlabankastjóri, Már Guðmundsson, færa rök fyrir ákvörðuninni og efni þriðja heftis Peningamála kynnt. Hægt er að fylgjast með kynningarfundinum á vef Seðlabankans í sérstakri vefútsendingu.

Er þetta meiri lækkun heldur en flestir sérfræðingar höfðu spáð. Sérfræðingar sem Reutersfréttastofan leitaði til spáðu því meðal annars að vextirnir myndu lækka um  0,5 prósentur. Í lok árs 2008 voru stýrivextir Seðlabanka Íslands 18% en þeir hafa lækkað jafnt og þétt síðustu mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK