Steinn Logi stjórnarformaður Haga

Steinn Logi Björnsson
Steinn Logi Björnsson mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Steinn Logi Björnsson var kjörinn stjórnarformaður Haga á aðalfundi félagsins fyrr í dag í stað Jóhannesar Jónssonar. Steinn Logi starfaði áður sem forstjóri Húsasmiðjunnar. Þá var hann einnig framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Icelandair til ársins 2005.

Steinn Logi sat í stjórn Haga þegar Jóhannes var formaður stjórnarinnar.

Jóhannes hefur vikið úr stjórn Haga og hætt störfum og afskiptum af félaginu.  Ákvæði úr samkomulagi því sem Arion banki gerði við Jóhannes Jónsson í febrúar sl. um tilhögun á stjórnun og sölu Haga hafa verið felld úr gildi, þar með talinn forkaupsréttur hans á 10% hlutafjár í Högum.

Arion banki gerði 12 mánaða starfslokasamning við Jóhannes auk þess sem hann fær 90 milljóna króna eingreiðslu við fullnaðaruppgjör á viðskiptum sínum við Arion banka. Jafnframt kaupir Jóhannes eignir á markaðsvirði: bíl, íbúð og sumarhús sem hann hefur haft til umráða.

Þá kaupir Jóhannes úr samstæðu Haga þrjár sérvöruverslanir, Top Shop, Zara og All Saints, og 50% hlut Haga í færeysku verslunarkeðjunni SMS. Kaupverð þessara eigna er 1237,5 milljónir króna sem er nokkru hærra en bókfært verðmæti þeirra á efnahagsreikningi Haga og er sanngjarnt verð að mati sérfræðinga bankans.

Jóhannes sagði í tilkynningu síðdegis, að hann hefði fullan hug á að gera tilboð í Haga þegar Arion banki auglýsir fyrirtækið til sölu og þar með eignast Bónus aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK