8,3 milljarða hagnaður Íslandsbanka

Afkoma Íslandsbanka á fyrsta árshluta 2010 var samkvæmt könnuðum árshlutareikningi jákvæð um 8,3 milljarða króna og er tekjuskattur tímabilsins áætlaður 2347 milljónir króna. 

Birna Einarsdóttir, bankastjóri, segir í tilkynningu að rekstur bankans hafi gengið vel á fyrri helmingi ársins og verið nokkuð í takt við áætlanir.  Eiginfjárstaða bankans sé afar sterk eða 21,5% sem sé vel yfir 16% lágmarkskröfu Fjármálaeftirlitsins.  Það sé því ljóst að bankinn hafi allar forsendur til að koma í auknu mæli að fjármögnun atvinnulífsins á Íslandi.

Birna segir, að vissulega hafi réttaróvissa um lögmæti og vaxtakjör lána í erlendri mynt sett mark sitt á uppgjörsvinnu bankans. Bankinn hafi gert úttekt á hugsanlegum áhrifum ólíkra niðurstaðna í því máli.  Sú úttekt leiði í ljós, að verði öll lán í erlendri mynt verði dæmd ólögleg geti höggið á eiginfjárgrunn bankans orðið verulegt en eiginfjárhlutfall yrði samt yfir 12% sem sé vel yfir lögbundnu lágmarki.

„Slík niðurstaða myndi þó skerða verulega möguleika bankans til að þjónusta heimili og fyrirtæki og veita fjármunum til fjárfestinga og þar með taka þátt í  endurreisn atvinnulífsins," segir Birna í tilkynningunni.

Tilkynning Íslandsbanka

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK