„Viðhorf bankanna hafa breyst“

Viðhorf starfsmanna bankanna gagnvart skuldurum og skuldauppgjöri hefur breyst mikið frá hruni. Í upphafi hafi bankarnir haft þá væntingar að meginhluti lána myndu innheimtast og harka hafi einkennt framgöngu þeirra. Þetta segir eftirlitsnefnd með skuldaðlögun.

„Nú eru liðin tæplega tvö ár frá hruni íslensks efnahagslífs. Nefndin telur sig merkja mjög glöggt að á þeim tíma hafi viðhorf starfsmanna fjármálafyrirtækja gagnvart skuldurum og skuldauppgjöri tekið miklum breytingum. Væntingar starfsmanna fjármálafyrirtækja voru í byrjun að meginhluti lána myndi innheimtast. Harka einkenndi framgöngu bankanna, ekki var vilji til að gefa eftir kröfur og hefur það m.a. leitt einhverja í þrot á þeim tíma,“ segir í skýrslu eftirlitsnefndar.

Nefndin segir að fá og með haustmánuðum 2009 hafi hafist markviss vinna við að leita leiða til að koma einstaklingum og fyrirtækjum til aðstoðar. Nefndin tekur sem dæmi um breytt viðhorf bankanna að Landsbankinn hafi breytt reglum sínum umfjárhagslega endurskipulagningu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Nefndin beindi því til bankans að endurupptaka eldri mál með tillit til breyttra reglna og hefur bankinn orðið við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK