VÍS stærsti eigandi Pressunnar

Exista á meðal annars Vátryggingafélag Íslands og VÍS á stærsta ...
Exista á meðal annars Vátryggingafélag Íslands og VÍS á stærsta hlutinn í vefmiðlinum Pressan

Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS) er stærsti eigandi Vefpressunar ehf. með um 33% eignarhlut. Vefpressan rekur vefmiðilinn pressan.is . Aðrir eigendur eru Björn Ingi Hrafnsson (26,37%), Salt Investment (23,08%) og Arnar Ægisson (17,58%). Fréttavefur Viðskiptablaðsins greinir frá þessu.

Þetta kemur fram í ársreikningi Vefpressunar vegna ársins 2009 sem skilað var inn til ársreikningaskrár 17. september síðastliðinn.

VÍS er að fullu í eigu Existu, sem var tekið yfir af kröfuhöfum félagsins fyrir skemmstu. Áður en það gerðist voru aðaleigendur Existu bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir. Salt Investment er í eigu athafnamannsins Róberts Wessmann.

Pressan.is fór í loftið 28. febrúar 2009. Alls námu rekstartekjur miðilsins 22,3 milljónum króna en rekstrargjöld 53 milljónum króna. Þar munar mestu um aðkeypta þjónustu sem greitt var fyrir 29,9 milljónir króna. Alls fóru um 7,2 milljónir króna í laun.

Innborgað hlutafé nam 44,5 milljónum króna á árinu en ekki kemur fram í ársreikningi hversu mikið hver borgaði inn í félagið, segir ennfremur í frétt á vef Viðskiptablaðsins.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir