Microsoft notar nafnið DataMarket

Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri.
Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri.

Microsoft hefur kynnt til sögunnar nýja gagnaveitu sem fyrirtækið kallar DataMarket. Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins DataMarket segir að málið sé til skoðunar.

„Við eigum skráða vörumerkið DataMarket á Íslandi og höfum átt það allt frá því í október 2009. Þessi vara sem Microsoft er að kynna til sögunnar er sambærileg okkar, þó svo að þeirra markhópur sé frekar sérfræðingar og forritarar, sem er þrengri markhópur en við fáumst við,“ segir Hjálmar.

Hjálmar segir að lögfræðingar DataMarket séu þessa stundina að kanna málið. Hann vill þó ekki gefa upp hvernig DataMarket mun bregðast við þessu nýjasta útspili Microsoft: „Við erum að skoða þetta núna,“ segir Hjálmar.

Þess má geta að hið íslenska DataMarket sprettur upp í efstu niðurstöðum leitarvélarinnar Google sé nafn fyrirtækisins slegið inn þar. Sé hins vegar leitað að DataMarket í leitarvél Microsoft, bing.com, trónir hin nýja vara Microsoft á toppnum.

Merki hins íslenska DataMarket.
Merki hins íslenska DataMarket.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK