Efnahagslegt lestarslys yfirvofandi

Nouriel Roubini.
Nouriel Roubini.

Bandaríski hagfræðingurinn Nouriel Roubini, sem oft hefur verið nefndur Doktor Dómsdagur fyrir svartsýnislegar spár sínar um þróun efnahagsmála, segir að útlitið í bandarískum efnahagsmálum sé ekki gott ef úrslitin í þingkosningunum þar í landi á þriðjudag verða eins og skoðanakannanir bendi til. Hefur Roubini m.a. talað um að efnahagslegt lestarslys sé yfirvofandi

Roubini, sem meðal annars spáði fyrir um alþjóðlegu fjármálakreppuna, skrifaði í vikunni grein í breska viðskiptablaðið Financial Times þar sem hann segir að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, verðskuldi hrós fyrir að hafa komið í veg fyrir annað samdráttarskeið með því að reyna að örva hagvöxt frekar en skera niður í ríkisrekstrinum. Hins vegar hafi ríkisstjórn Obama ekki gert sér grein fyrir þörfum efnahagslífsins á næstu misserum.

Roubini segir, að verði úrslit kosninganna á þriðjudag eins og kannanir bendi til og repúblikanar nái meirihluta í báðum þingdeildum Bandaríkjaþings, gæti verið framundan langt tímabil stöðnunar og jafnvel verðhjöðnunar í Bandaríkjunum.

Reikna megi með, að repúblikanar felli allar tillögur bandarískra stjórnvalda, sem feli í sér hærri skatta, en á móti muni demókratar stöðva allar þær tilraunir repúblikana til að skera niður ríkisútgjöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK