Tæplega 2% hagvöxtur 2011

Hagstofan segir í endurskoðaðri þjóðhagsspá, að útlit sé fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 3% árið 2010, en vaxi um 1,9% árið 2011 og 2,9% árið 2012.

Segir Hagstofan, að samdráttur í einkaneyslu virðist lítill á þessu ári en einkaneyslan vaxi næstu árin. Einkaneysla verði þó áfram með minnsta móti á meðan heimilin reyni að ná viðspyrnu gegn auknum skuldum og tekjutapi. Fyrirtækin glími einnig við erfiðan skuldavanda, sem geti í
einhverjum tilvikum leitt til áframhaldandi vanda heimila. 

Hagstofan reiknar með að fjárfesting taki að vaxa árið 2011, jafnvel þótt ekki sé gert ráð fyrir framkvæmdum við álver í Helguvík fyrr en 2012, en sé enn lág í sögulegu samhengi.   Samdráttur í samneyslu haldi áfram næstu ár.

Þá segir Hagstofan að verðbólga hafi hjaðnað árið 2010 og verði við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans í upphafi næsta ári. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum verði umtalsverður út spátímann enda verði gengi krónunnar áfram veikt þótt raungengið styrkist lítillega.

Spáð er 7,3% atvinnuleysi á næsta ári og 5,6% árið 2012.

Helstu óvissuþættir í þjóðhagsspánni eru þessir:

  • stóriðjuframkvæmdir verði minni 2012 og síðar
  • efnahagsbati í viðskiptalöndum Íslands hægist
  • skuldavandi heimila og fyrirtækja valdi áframhaldandi samdrætti í eftirspurn
  • að kjarasamningum ljúki á annan veg en spáin gerir ráð fyrir.

Endurskoðuð þjóðhagsspá

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK