Straumur höfðar mál gegn Rowland-fjölskyldunni

Straumur Burðarás
Straumur Burðarás mbl.is/Golli

Þrotabú Straums Burðaráss hefur höfðað mál gegn fjárfestingarfélagi í eigu David Rowland, en Rowland fjölskyldan á Havilland-banka í Lúxemborg, áður Kaupþing Lúxemborg.

Sonur David Rowland, Jonathan, tók við sem forstjóri bankans eftir að Magnús Guðmundsson var leystur frá störfum vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara.

Gerir þrotabú Straums kröfu um að Rowland greiði fyrir hlutabréf sem keypt voru í tæknifyrirtækinu XG Technology fyrir tvær milljónir punda, samkvæmt frétt á vef breska blaðsins Telegraph.

Segir í kröfu Straums Burðaráss að þrjár milljónir hluta í XG Technology hafi verið fluttir í félag Rowlands fyrir tveimur árum en aldrei hafi borist greiðsla fyrir bréfin.

Rowland, sem er í 85 sæti yfir auðugustu menn Bretlands, samkvæmt lista The Sunday Times, hefur lagt milljónir punda í kosningasjóði Íhaldsflokksins.

Í málshöfðuninni kemur fram að Straumur hafi sent Jonathan Rowland tölvupósta þar sem óskað var eftir greiðslu í desember 2008. Eitt svar barst frá honum þar sem fram kemur að Rowland samsteypan hafi nýverið tekið skrifstofu sína í gegn og flutt á nýjan stað. Það sé ástæðan fyrir þeim töfum sem orðið hafa á greiðslunni. Eins hafi skrifstofan verið fáliðuð. Hann hafi nú tekið málið í sínar hendur. Þrátt fyrir það hafa peningarnir ekki enn borist samkvæmt frétt Telegraph.

Bréfin hafi hins vegar síðar verið seld til sænska milljarðamæringsins Johan Bohman á 1,4 milljónir Bandaríkjadala. Lögmaður Rowland fjölskyldunnar segir hinsvegar að ekki eigi að greiða tvær milljónir punda fyrir hlutabréfin þar sem Straumur hafi ekki tilkynnt um sölu bréfanna.

Lesa má ítarlega frétt um málið hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK