Ætla að styrkja eiginfjárgrunn MP banka

Fjármálaeftirlitið hefur lokið svokölluðu innra mati á eiginfjárþörf MP-banka. Í fréttatilkynningu frá  bankanum segir að MP banki þurfi að styrkja eiginfjárgrunn bankans líkt og áformað hafi verið.

„MP banki er eini viðskiptabankinn sem fór ekki í þrot í bankahruninu og hefur ekki fengið neinn opinberan stuðning. MP banki er ekki með gengistryggð bílalán eða húsnæðislán í eignasafni sínu. Af þessum ástæðum er MP banki fyrsti og eini íslenski bankinn sem hefur farið í gegnum innra mat á eiginfjárþörf í samstarfi við FME,“ segir í fréttatilkynningu frá MP banka. Þetta mat er hluti af innleiðingu Basel II reglna eða svokallaðs ICAAP og SREP ferlis. Í þessu ferli eru gerðar aðrar og mun strangari kröfur um mat á eiginfjárþörf en áður giltu.

„Stjórn og stjórnendur bankans eru sammála FME um að styrkja þurfi eiginfjárgrunn bankans og er það í samræmi við fyrri yfirlýsingar stjórnar. Vinna við öflun eiginfjár og aðrar breytingar ganga vel og munu niðurstöður liggja fyrir í lok desember,“ segir í tilkynningunni.

„Lausafjárstaða bankans er sú sterkasta meðal íslenskra innlánsstofnana og samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki uppfyllir bankinn skilyrði um lágmarks eigið fé og hefur alltaf gert,“ segir Ragnar Þórir Guðgeirsson, stjórnarformaður MP banka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK