Fær ekki nægan gjaldeyri

mbl.is/hag

Áhöld eru um getu nýja Landsbankans (NBI) til að greiða 280 milljarða króna skuldabréf, sem bankinn gaf út til gamla Landsbankans í tengslum við uppgjör þeirra á milli.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins komu fulltrúar NBI á fund skilanefndar gamla bankans í vikunni til að vara við því að hætta væri á að greiðsluflæði gjaldeyris inn í NBI stæði ekki fyllilega undir afborgunum af skuldabréfinu, sem allt á að greiðast í erlendum gjaldeyri, dollurum, pundum og evrum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fulltrúar NBI munu hafa sagt að bankinn myndi að öllum líkindum ekki geta greitt skuldabréfið að fullu upp í erlendum gjaldeyri og komu með tillögu um að ákvæðum bréfsins yrði breytt þannig að hluta þess mætti greiða í íslenskum krónum. Upphæðin sem NBI vill fá að greiða í krónum hleypur á tugum milljarða króna. Skuldabréfið er um fjórðungur eigna gamla Landsbankans og mun það hafa umtalsverð áhrif á efnahagsreikning þrotabúsins ef greiðslur frá NBI tefjast eða verða í krónum í stað erlendra mynta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK