Góður hagnaður Commerzbank

Höfuðstöðvar Commerzbank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Commerzbank í Frankfurt. Reuters

Hagnaður Commerzbank, annars stærsta banka Þýskalands, nam 1,43 milljörðum evra, um 230 milljörðum króna, á síðasta ári samanborið við 4,5 milljarða evra tap árið á undan.

Á síðasta fjórðungi ársins nam hagnaðurinn 257 milljónum evra en á sama tímabili árið áður var 1,9 milljarða evra tap á rekstri bankans.

Þýska ríkið hljóp undir bagga þegar bankinn lenti í miklum lausafjárerfiðleikum. Eignaðist þýska ríkið fjórðung í bankanum í byrjun ársins 2009.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir