120 dalir er vendipunktur

Reuters

Þýski bankinn Deutche Bank segir að fari olíuverð yfir 120 dali tunnan muni það hafa alvarleg áhrif á hagvöxt í heiminum. Verð á Brent Norðursjávarolíu fór yfir 119 dali tunnan á markaði í Lundúnum í morgun.

Segir bankinn, að þegar verðið fari yfir 120 dali þýði það, að hlutur olíu fer yfir 5,5% af vergri þjóðarframleiðslu. Í sögulegu samhengi þýði það að draga fari úr hagvexti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir