Heitir nú Byggingavörur Dúdda

Samkeppniseftirlitið
Samkeppniseftirlitið

Úlfurinn Byggingavörur var eitt þeirra fyrirtækja sem lentu í húsleitum Samkeppniseftirlitsins og efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Fyrirtækið heitir í dag Byggingavörur Dúdda ehf.

Ásamt því að leita í húsnæði Úlfsins, framkvæmdu starfsmenn Samkeppniseftirlitsins húsleitir í húsnæði BYKO og Húsasmiðjunnar. Eignarhald tveggja síðarnefndu fyrirtækjanna er flestum kunnugt. Meirihlutaeigandi Húsasmiðjunnar er Framtakssjóður Íslands, í gegnum eignarhald sitt á Vesta. Eigandi BYKO er Norvik, fjárfestingafélag Jóns Helga Guðmundssonar. Bæði fyrirtæki hafa hafnað ásökunum Samkeppniseftirlitsins.

Eigendur Úlfsins, sem í dag heitir Byggingavörur Dúdda, eru Guðmundur Þór Jóhannesson, sem jafnframt er stjórnarformaður félagsins og Stefán Örn Eiríksson, sem á helmingshlut á móti Guðmundi Þór í gegnum einkahlutafélagið NATAC ehf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK