Síðustu tveir nafngreindir

Frá aðgerðum lögreglu í London í síðustu viku.
Frá aðgerðum lögreglu í London í síðustu viku. Reuters

Tveir þeirra níu sem breska fjársvikalögreglan handtók í síðustu viku í tengslum við útlánastarfsemi Kaupþings í aðdraganda falls bankans voru aðstoðarmenn Roberts Tchenguiz, að því er fréttavefur Daily Telegraph greinir frá. Þeir heita Aaron Brown og Tim Smalley.

Aðgerðirnar voru umfangsmiklar og húsleitiri gerðar víða, bæði í London og í Reykjavík. Fljótlega var ljóst hverjir sjö hinna handteknu voru, en nöfn þeirra Brown og Smalley staðið út af. Þeir hafa hingað til ekki verið þekkt stærð í málinu, en ætla má að bresk yfirvöld telji þá geta veitt mikilvægar upplýsingar hið minnsta.

Enginn hefur verið kærður vegna málsins sem til rannsóknar er.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK