Ný stjórn Arion banka

Ný stjórn Arion banka var kjörin á aðalfundi bankans í gærkvöldi. Var Agnar Kofoed-Hansen kjörinn fulltrúi Bankasýslu Íslands í stjórninni en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, Jón G. Briem, Måns Höglund, Monica Caneman og Theodór S. Sigurbergsson.

Bankasýslan ákvað í síðustu viku að endurnýja ekki umboð Kristjáns Jóhannssonar í stjórn bankans vegna þess að hann hafði tekið þátt í ákvörðun um launakjör bankastjóra bankans.

Varamenn í stjórn bankans voru kjörnir Guðjón Ólafur Jónsson, Guðrún Björnsdóttir, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, Sigurbjörn Gunnarsson, Una Eyþórsdóttir og Þóra Hallgrímsdóttir.

Á fundinum var samþykkt, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, að greiða íslenska ríkinu 6,5 milljarða króna í arð í formi víkjandi láns eða víkjandi skuldabréfs. Einnig var samþykkt að hlutaðeigandi aðilar geti komið sér saman um annað form greiðslunnar. Arðgreiðslan er í samræmi við samkomulag sem gert var þegar Kaupskil keypti 87% af hlut ríkisins í Arion banka þann 8. janúar 2010. Ekki verður greiddur út arður vegna ársins 2010 að öðru leyti.

Hagnaður Arion banka á árinu nam 12,6 milljörðum króna eftir skatta og arðsemi eigin fjár var 13,4%. Heildareignir bankans námu 813 milljörðum króna í árslok 2010. Jafnframt stenst bankinn öll skilyrði FME um eiginfjár- og lausafjárhlutföll.

Ávarp stjórnarformanns Arion banka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir