Skuld sem ekki er hægt að borga verður aldrei borguð

Michael Hudson.
Michael Hudson.

Íslensk stjórnvöld virðast ekki koma fram af heilindum í málflutningi sínum í Icesave-málinu, að mati bandaríska hagfræðiprófessorsins Michaels Hudsons.

Í viðtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag hvetur hann Íslendinga til að hafna Icesave-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag og segir að með því móti afli Íslendingar sér fleiri vina í Evrópu og annars staðar en með því að samþykkja kröfur Breta og Hollendinga.

„Íslensk stjórnvöld halda því fram að Bretar og Hollendingar muni koma í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ef þessi fullyrðing á við rök að styðjast væri um alþjóðlega fjárkúgun að ræða sem er ólögleg samkvæmt reglum Evrópusambandsins,“ segir Hudson. „Það má hins vegar aldrei gleyma því að þeim manni, sem hvað harðast gekk fram í því að berja á og kúga Íslendinga í þessu máli, Gordon Brown, var sparkað frá völdum í síðustu kosningum. Flokkur Browns, Verkamannaflokkurinn, missti völdin í Bretlandi og því er hótunin sérstaklega innantóm.“

Hudson er lítt hrifinn af nútíma fjármála- og bankakerfi Vesturlanda, sem hann segir að sé ekki lengur smurolía viðskipta og efnahagslífs, heldur risastór afæta á samfélaginu. „Íslendingar hafa fyrir framan sig nokkur góð dæmi um það hvað getur gerst þegar hagsmunir fjármagnseigenda og banka eru teknir fram yfir hagsmuni almennings. Í Grikklandi, Portúgal og í Bretlandi hafa hundruð þúsunda mótmælt því að í kreppunni eigi almenningur einn að borga brúsann, bæði í formi hærri skatta og minni opinberrar þjónustu. Írland, sem ábyrgðist allar skuldbindingar sinna banka, sér nú fram á áratuga langt tímabil stöðnunar eða efnahagslegs samdráttar með tilheyrandi miklu atvinnuleysi. Óhugnanlega hátt hlutfall íbúa Lettlands vill flytja úr landinu eða íhugar slíka búferlaflutninga. Þegar ungt fólk sér ekki fram á að geta skapað sér bærilega framtíð í heimalandinu og flytur út, sortnar illilega yfir framtíð heimalandsins sjálfs.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK