Gagnrýndi forsetann

Frá fundi VÍB þar sem Lars Christiansen fjallaði um íslensk …
Frá fundi VÍB þar sem Lars Christiansen fjallaði um íslensk efnahagsmál. mynd/Björg Vigfúsdóttir

Framganga Ólafs Ragnars Grímssonar, forseti Íslands, í erlendum fjölmiðlum er á tíðum óþarflega harkaleg, að mati Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank.

Þetta sagði hann á morgunverðarfundi VÍB, þar sem ný skýrsla Danske Bank um ástand og horfur íslenska hagkerfisins var kynnt.

Vísaði Christiansen meðal annars til harðar gagnrýni forsetans á matsfyrirtækin. Hvatti hann Íslendinga til að ræða málin við erlenda aðila með yfirvegaðri hætti. Ekki væri til neins gagns að ráðast að matsfyrirtækjunum.

Sagði Christiansen að framganga forsetans í viðtali við Bloomberg í gær, þar sem Ólafur Ragnar sagði meðal annars að Moody's hefði ekki staðið sig vel við gerð lánshæfismats fyrir íslensku bankana í aðdraganda hruns, hefði ekki verið sérstaklega vinaleg.

Ömurleg frammistaða Moody's

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK