Gagnrýndi forsetann

Frá fundi VÍB þar sem Lars Christiansen fjallaði um íslensk …
Frá fundi VÍB þar sem Lars Christiansen fjallaði um íslensk efnahagsmál. mynd/Björg Vigfúsdóttir

Framganga Ólafs Ragnars Grímssonar, forseti Íslands, í erlendum fjölmiðlum er á tíðum óþarflega harkaleg, að mati Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank.

Þetta sagði hann á morgunverðarfundi VÍB, þar sem ný skýrsla Danske Bank um ástand og horfur íslenska hagkerfisins var kynnt.

Vísaði Christiansen meðal annars til harðar gagnrýni forsetans á matsfyrirtækin. Hvatti hann Íslendinga til að ræða málin við erlenda aðila með yfirvegaðri hætti. Ekki væri til neins gagns að ráðast að matsfyrirtækjunum.

Sagði Christiansen að framganga forsetans í viðtali við Bloomberg í gær, þar sem Ólafur Ragnar sagði meðal annars að Moody's hefði ekki staðið sig vel við gerð lánshæfismats fyrir íslensku bankana í aðdraganda hruns, hefði ekki verið sérstaklega vinaleg.

Ömurleg frammistaða Moody's

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK