Evra styrktist gagnvart dollara

ANDREA COMAS

Evran sveiflaðist gagnvart bandaríkjadal í dag og endaði á því að hækka talsvert í lok dags, þrátt fyrir þrýsting vegna lækkunar matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfismati gríska ríkisins.

Raddir fóru að heyrast í síðustu viku um að Grikkland gæti varpað evrunni fyrir róða féll og hætta að greiða skuldir sínar. Grískir og evrópskri embættismenn neituðu því öllu hins vegar með öllu.

Í dag fór evran niður í 1,4255 dollara en seinni partinn hækkaði hún aftur upp í 1,4358 dollara. Á föstudag stóð hún í 1,4335 dollurum.

S&P lækkaði mat sitt á Grikklandi um tvö þrep niður í BB-, sem væri mikið áfall fyrir hvaða ríki sem er, og eykur á vanda stjórnvalda í Aþenu. ,,50% afskriftir eða meira gætu á endanum verið nauðsynlegar til þess að koma skuldum gríska ríkisins niður á viðráðanlegt stig," sagði S&P við það tilefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK