Roubini: Endurskipuleggið skuldir Grikklands

Doktor Dómsdagur eða Nouriel Roubini
Doktor Dómsdagur eða Nouriel Roubini
Hagfræðingurinn kunni Nouriel Roubini telur ekki að endurskipulagning á skuldum Grikklands muni knésetja fjármálakerfi Evrópu, eins og margir óttast.

Roubini öðlaðist heimsfrægð eftir að hafa spáð rétt fyrir um þá fjármálakreppu sem skall á með fullum þunga haustið 2008. Fyrir vikið hefur hann hlotið viðurnefnið doktor Dómsdagur (Dr. Doom). Hann segir að endurskipulagning skulda Grikklands muni koma í veg fyrir frekari vandræði. Skuldir Grikkja séu með öllu ósjálfbærar og telur andstöðu við endurskipulagninu skulda hrokafulla og lítt ígrundaða afstöðu.

Að mati Roubini væri rétt að afhenda fjárfestum ný skuldabréf á gríska ríkið með lengri endurgreiðslutíma. Með þeim hætti þurfa fjárfestar ekki að færa niður nafnvirði grískra bréfa í eignasöfnum sínum. Slík endurskipulagning myndi líka forða bönkum frá því að bókfæra stór töp.

Evrópski seðlabankinn hefur sagt að endurskipulagning á skuldum Grikklands myndi skaða banka í Grikklandi og víðar. Engin auðveld leið sé út úr stöðunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK