Kostnaðurinn 406 milljarðar

Heildarkostnaður ríkisins vegna fjármögnunar bankanna nemur 406 milljörðum. Þegar til stóð að ríkið myndi fjármagna og eignast stóru viðskiptabankana þrjá var ráðgert að það myndi kosta ríkissjóð 385 milljarða.

Þetta þýðir að sú stefnubreyting sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra markaði í febrúar árið 2009 og fól í sér að þrotabú gömlu bankanna myndu eignast Íslandsbanka og Arion að stærstum hluta hefur haft í för með sér meiri útgjöld fyrir ríkissjóð en upphaflega áætlunin um að ríkið eignaðist bankana. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn viðskiptabankanna.

Ríkisstjórnin hefur haldið því fram að sú leið að selja þrotabúunum Íslandsbanka og Arion hafi sparað ríkissjóði um 200 milljarða. Fjárfesting ríkissjóðs vegna endurreisnar bankanna hafi numið 190 milljörðum í stað 385 milljarða. Hins vegar hefur ríkið veitt Íslandsbanka og Arion lausafjárfyrirgreiðslu fyrir um 217 milljarða. Veðin að baki þessari fyrirgreiðslu eru m.a. eignasafn þrotabús SPRON, svo dæmi sé tekið. Samtals nemur þetta um 406 milljörðum.

Athygli vekur að um er að ræða lausafjárfyrirgreiðslu fyrir 116 milljarða króna í erlendri mynt eða sem svarar einum milljarði Bandaríkjadala, eða einum sjötta af núverandi gjaldeyrisforða sem er eins og kunnugt er að langstærstum hluta tekinn að láni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK