CCP og Sony í samstarf

Frá kynningunni í Los Angeles í gær.
Frá kynningunni í Los Angeles í gær.

Sony Computer Entertainment Inc. og íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hafa gert samstarfssamning um útgáfu á tölvuleiknum DUST 514 fyrir Playstation 3 leikjatölvuna.

Tilkynnt var um samstarfið á blaðamannafundi Sony sem var haldinn í Memorial Sport höllinni í Los Angeles í nótt að íslenskum tíma.

Ráðgert er að leikurinn komi út sumarið 2012, og mun þá fylgja í kjölfarið á EVE Online sem kom út árið 2003. Nú eru rúmlega 360.000 áskrifendur að EVE Online um allan heim.

Samkvæmt upplýsingum frá  CCP steig Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, á svið með Jack Tretton, forstjóra Sony Computer Entertainment America, og svipti hulunni af DUST 514. Mörg þúsund áhorfendur voru í salnum, þar á meðal hundruð  blaðamanna hvaðanæva úr heiminum.

Dust 514 er svokallaður fyrstu persónu skotleikur þar sem spilarar berjast sín í millum með skotvopnum, brynvögnum og flugvélum. Geta spilarar breytt þessum vopnum og hergögnum sjálfir. Inn í þennan leik blandast ákveðnir þættir úr leikjum, sem kallast rauntíma herkænskuleikir.

Þegar  tilkynnt var um samstarfið í Los Angeles í nótt var því fagnað á höfuðstöðvum CCP í Reykjavík og stærstu skrifstofum fyrirtækisins í Sjanghæ, Atlanta og Newcastle þar sem starfsmenn horfðu á beina útsendingu frá kynningunni í Los Angeles.

Í dag hefst síðan ein stærsta tölvuleikjaráðstefnuheims, E3 - Electronic Entertainment Expo, sem fram fer í Los Angeles dagana 7. - 9. júní. 

Blaðamannafundur Sony í Los Angeles

Nánar um Dust.

Skjáskot úr Dust 514.
Skjáskot úr Dust 514.
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, kynnti leikinn í Los Angeles …
Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, kynnti leikinn í Los Angeles í nótt.
Úr skotleiknum Dust 514.
Úr skotleiknum Dust 514.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK