Lúxusíbúð Jóns Ásgeirs sett í sölu

Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Sverrir
Lúxusíbúð sem hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir áttu í Gramercy Park í New York verður sett í sölu um helgina. Þetta kemur fram í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag. Er það dótturfélag Landsbankans sem á íbúðina en skráð söluverð er 21,4 milljónir Bandaríkjadala, rúmur 2,5 milljarður króna.
Í New York Times er fjallað um kaup hjónanna á tveimur íbúðum í byggingunni árið 2007. Alls greiddu þau 14 milljónir dala í reiðufé fyrir þær. Fyrir þakíbúðina sem nú er verið að selja greiddu þau 10,18 milljónir dala sem var á þeim tíma eitt hæsta verð sem fengist hafði fyrir íbúð á þessu svæði.

En nú er það Landsbankinn sem hefur sett íbúðina í sölu en hún var yfirtekin á 22 milljónir dala í febrúar, samkvæmt gögnum um fasteignina, sem vísað er í frétt á vef NYT.

Blaðið hefur eftir fasteignasalanum að eftir að kreppan skall á hafi þau Jón Ásgeir og Ingibjörg ákveðið að leigja út minni íbúðina, sem var keypt á 4 milljónir dala, og var hún leigð á 26 þúsund dali á mánuði. Býr leigjandinn enn í íbúðinni þrátt fyrir að hafa lagt fram formlega kvörtun í febrúar 2010 um ákveðna galla á henni. Svo sem að eigendurnir hefðu ekki staðið við gefin loforð. Meðal annars væri eldhúsið ljótt og þar væri meðal annars að finna hluti úr IKEA. Leigjandinn féll síðar frá kvörtuninni en eitt af því sem hann kvartaði yfir var að kjúklingavængjum hafi verið hent fram af svölum þakíbúðarinnar sem var þá í eigu Jóns Ásgeirs og Ingibjargar, á hans svalir. 

Sjá frétt í New York Times
Gramercy Park á Manhattan.
Gramercy Park á Manhattan.
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK