Verðbólgan í 4,3% í júní

Verðbólga fer vaxandi.
Verðbólga fer vaxandi. Heiðar Kristjánsson
Greiningardeild Arion spáir 4,3% verðbólgu í júní og hækki þar með úr 3,4% í maí. Sérfræðingar bankans telja að hækkunin sé meðal annars tilkominn vegna fyrstu áhrifa nýgerðra kjarasamninga.

Greiningardeild Arion gerir ráð fyrir að fyrstu kostnaðarhækkanir vegna kjarasamninga komi fram í júní. Þá er einnig líklegt að kaupmenn nýti tækifærið og ýti öðrum kostnaðarhækkunum út í verðlagið meða annars vegna veikingar krónunnar og hrávöruverðshækkana úti í heimi. Einnig er spáð að umtalsverðar hækkanir á fasteignaverði í maí komi nú fram með fullum þunga í næstu verðbólgumælingu Hagstofunnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir