Óvíst með markmið um jöfnuð

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Ekki er víst að markmið um jöfnuð í ríkisfjármálum náist árið 2013, að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, formanns fjárlaganefndar Alþingis. Líkt og greint var frá í Morgunblaðinu í gær höfðu þrír fjórðu hlutar af áætluðum halla alls ársins safnast á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Í umfjöllun um mál þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag bendir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þó á, að hallinn á rekstri ríkissjóðs leggist í meira mæli til á fyrri hluta ársins en þeim seinni. Útlit sé því fyrir að forsendur fjárlaga ársins hefðu staðist að óbreyttu. Hins vegar hafi komið til mikill óreglulegur kostnaður auk nýrra kjarasamninga og skuldbindinga sem þeim fylgja, sem gera strik í reikninginn varðandi seinni hluta ársins.

Aðspurður segir Steingrímur ýmislegt valda því að hallinn sé meiri framan af árinu, útgjöld falli til jafnt og þétt en tekjur á tilteknum gjalddögum séu í meira mæli á seinni hluta ársins. „Það er aðdáunarvert hvað þetta hefur haldist vel samkvæmt áætlun. Það hefur náðst mikilsverður árangur í að hemja útgjöld og halda þeim innan fjárheimilda.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK