Krafan á Sögu aftur til Seðlabankans

Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar gengið var frá lánasamningunum …
Steingrímur J. Sigfússon var fjármálaráðherra þegar gengið var frá lánasamningunum við VBS og Sögu. Þeir tryggðu ríkinu veð fyrir tugmilljarða lánum til bankanna.

Seðlabanki Íslands hefur nú eignast kröfu ríkissjóðs á hendur Sögu fjárfestingarbanka, áður Saga Capital, rétt eins og kröfuna á hendur þrotabúi VBS, samkvæmt Seðlabanka Íslands.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Saga og VBS fengu vorið 2009 veðlán frá ríkissjóði, 29,8 milljarða í tilviki VBS og 19,7 milljarða í tilviki Sögu. Þetta var gert til að endurfjármagna veðlán, sem bankarnir höfðu stofnað til við Seðlabankann og höfðu verið framseld til ríkissjóðs.

Slitastjórn VBS telur að ríkissjóður og Seðlabanki hafi vísvitandi dregið að setja VBS í þrot til að sölsa undir sig veð í nær öllum eignum bankans á kostnað annarra kröfuhafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK