Hagnaður J.P. Morgan Chase eykst

Hagnaður bandaríska bankans J.P. Morgan Chase jókst um 13% á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Hagnaður af fjárfestingabankastarfsemi jókst um 49% milli ára.

Hagnaðurinn nam 5,43 milljörðum dala, eða 1,27 dölum á hlut á tímabilinu en var 4,8 milljarðar dala, 1,09 dalir á hlut, í fyrra. Er þetta betri afkoma en sérfræðingar spáðu. 

Tekjur J.P. Morgan Chase, sem er annar stærsti banki Bandaríkjanna, námu 26,8 milljörðum dala og jukust um 7% milli ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK