Líkti evrusvæðinu við ferð með Titanic

Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti.
Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti. Reuters

Fjármálaráðherra Ítalíu, Giulio Tremonti, sagði í umræðum á ítalska þinginu í gær, um þær aðhaldsaðgerðir í efnahagsmálum sem stjórnvöld hyggjast grípa til upp á 45 milljarði evra, að efnahagskrísan í Grikklandi „færi um heiminn eins og stökkbreytt vera.“ Frá þessu segir í breska viðskiptablaðinu Financial Times.

Tremonti gagnrýndi Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, harðlega fyrir pólitíska aðkomu hennar að því verkefni að bjarga evrusvæðinu. Líkti hann Þjóðverjum við farþega á fyrsta farrými farþegaskipsins Titanic sem sigldi á ísjaka austur af Nýfundnalandi árið 1912 í jómfrúarferð sinni og sökk með þeim afleiðingum að fjöldi manns týndi lífi.

„Í dag stendur Evrópa frammi fyrir fundi við örlögin. Björgun kemur ekki í gegnum fjármálin heldur stjórnmálin. En stjórnmálin mega ekki gera fleiri mistök,“ sagði Tremonti. „Rétt eins og á Titanic þá geta ekki einu sinni farþegar á fyrsta farrými bjargað sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK