Góður gangur hjá Marel

Merki Marel
Merki Marel

Tekjur Marel jukust um 19% á öðrum ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Tekjurnar námu alls 161,9 milljónum evra (26,9 milljörðum ÍKR).

Í fréttatilkynningu kemur fram að annar ársfjórðungur 2011 hafi verið góður hjá Marel. 

„Tekjur námu 162 milljónum evra, sem er 19% aukning samanborið við sama tímabil fyrir ári og 5% samanborið við fyrri ársfjórðung.

Rekstrarhagnaður var 9,2% af veltu á ársfjórðungnum og 10,2% á fyrri hluta árs sem er í samræmi við markmið fyrirtækisins um rekstrarhagnað upp á 10-12% af veltu á árinu. Horfur út árið eru jákvæðar.

Virði nýrra pantana var enn á ný umfram afgreiddar pantanir. Fyrir vikið hélt pantanabókin áfram að styrkjast og nam hún 176 milljónum evra í lok annars ársfjórðungs, samanborið við 169 milljónir evra í lok ársfjórðungsins á undan og 125 milljónir evra á sama tíma fyrir ári.“

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir