Mikil verðlækkun á olíumarkaði

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið það sem af er degi vegna ótta fjárfesta um samdrátt í eftirspurn frá Bandaríkjunum, stærsta hagkerfi heims.

Í New York hefur verð á hráolíu lækkað um 3,40 Bandaríkjadali tunnan og er 83,48 dalir tunnan.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað um 3,37 dali og er 106 dalir tunnan.


mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir