Vaxandi hætta steðjar að hagkerfi heimsins

Christine Lagarde kemur til fundarins í Jackson Hole.
Christine Lagarde kemur til fundarins í Jackson Hole. Reuters

Christine Lagarde, nýr forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í ræðu í dag að vaxandi hætta steðjaði að alþjóðlega hagkerfinu og möguleikar ríkja og alþjóðastofnana til að styðja við það væri takmarkaðri en áður.

Lagarde sagði, að hins vegar væri hægt að stýra framhjá hættunum með samstilltu átaki. „Ég er viss um að ef gripið verður til réttu aðgerðanna verður hægt að tryggja sterkan, varanlegan og jafnan hagvöxt,“ sagði Lagarde á fundi seðlabankastjóra í Jackson Hole í Wyoming í Bandaríkjunum.   

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hélt ræðu á fundinum í gær og sagði, að seðlabankinn gæti lítið gert til að örva efnahagsvöxt. Bandarískir stjórnmálaleiðtogar yrðu að grípa til aðgerða til að fjölga störfum og örva fasteignamarkað.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK