Mikil verðlækkun á olíu

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað mikið í morgun í viðskiptum í Asíu vegna ótta fjárfesta við stöðu bandaríska ríkisins og skuldakreppuna á evru-svæðinu.

Í New York hefur verð á hráolíu til afhendingar í október lækkað um 1,32 Bandaríkjadali og kostar tunnan nú 86,64 dali.

Í Lundúnum hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember lækkað um 78 sent og er 111,44 dalir tunnan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir