Nýr forstjóri Sjóvár

Hermann Björnsson.
Hermann Björnsson.

Hermann Björnsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn forstjóri Sjóvár. Hann tekur við af Lárusi Ásgeirssyni sem hætti störfum í byrjun ágúst sl.

Hermann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1990. Að loknu námi hóf hann störf hjá lögfræðideild Íslandsbanka og starfaði þar til 1994 er hann tók við starfi forstöðumanns rekstrardeildar Íslandsbanka. Árið 1999 varð Hermann forstöðumaður útibúasviðs Íslandsbanka og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri þess sviðs.

Hann hóf stjörf hjá Kaupþingi sem aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs árið 2006 og hefur verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka frá árinu 2009.
Hermann hefur á síðustu árum gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann hefur m.a. setið í stjórnum Fjölgreiðslumiðlunar, Kreditkorta, Lífeyrissjóðs bankamanna og líftryggingarfélagsins Okkar lífs.

Hermann er 48 ára og kvæntur Eiríku Guðrúnu Ásgrímsdóttur, starfsmannastjóra hjá Vinnumálastofnun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK