Arion: Skortur á fasteignum 2013

Einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaleit fjölgar á næstunni að mati …
Einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaleit fjölgar á næstunni að mati Arion. Sverrir Vilhelmsson

Greiningardeild Arionbanka telur að fasteignaverð muni hækka á næstunni þrátt fyrir mikinn slaka í hagkerfinu. Ástæðan er að sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að eftirspurn á fasteignamarkaði muni aukast en á sama tíma mun framboð standa í stað.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um þróun á fasteignamarkaði fram til ársins 2013. Ástæðan er að sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að eftirspurn á fasteignamarkaði muni aukast en á sama tíma mun framboð standa í stað. Ekki er búist við að nýframkvæmdir á íbúðamarkaði hefjist að ráði fyrr en árið 2013 þá er gert ráð fyrir að markaðsverðið á fasteignamarkaði hafi nálgast byggingarkostnað. Í ljósi þessa spáir greiningardeildin að skortur verði á íbúðarhúsnæði eftir tvö ár.

Þrátt fyrir að sérfræðingar Arion spái hækkunum á fasteignamarkaði er ekki gert ráð fyrir miklum hækkunum. Ástæðan fyrir því er að spáin gerir ráð fyrir að kaupmáttur heimila verði áfram lítill og fjárhagslega staða þeirra að jafnaði þung. Fram kemur í skýrslunni að eftirspurn eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman í fyrra og það hafi skapað ládeyðu á markaði. Hinsvegar séu teikn á lofti um að þessi þróun hafi stöðvast: Dregið hefur úr brottflutningi frá landinu og á sama tíma er útlit fyrir fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna áframhaldandi brottflutnings frá landsbyggðinni. Þetta leiðir til þess að það fjölgar í hópi þeirra sem þurfa að finna sér þak yfir höfuðið á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í skýrslunni að nægjanlegt framboð sé á íbúðum á markaðnum. En að sama skapi sé nýbygging um þessar mundir nánast engin og að öllu óbreyttu sjá sérfræðingar Arion fyrir sér skort á framboði á íbúðarhúsnæði eftir tvö ár. Eins og bent er á í skýrslunni er ólíklegt að nýbygging taki við sér meðan að byggingarkostnaður er 26% hærri en markaðsverð fasteigna.

Spá Arion er háð ýmsum óvissuþáttum. Það sem einna helst getur unnið gegn hækkunum á fasteignamarkaði , annað en breytingar á framboði, er há krafa útlánastofnana um eigið fé til íbúðakaupa en sem kunnugt er þá eru íslensk heimili mjög skuldsett og hafa því lítið svigrúm til stórra fjárfestinga. Einnig geta áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabanka Íslands dregið úr eftirspurn á fasteignamarkaði.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK