Lækkun á Wall Street

Frá Wall Street
Frá Wall Street Reuters

Hlutabréfavísitölur lækkuðu á Wall Street í kvöld eftir að matsfyrirtækið Fitch tilkynnti að það hefði lækkað lánshæfiseinkunn ítalska og spænska ríkisins í dag.

Dow Jones-vísitalan lækkaði um 17 stig eða 0,17% og er lokagildi hennar 11.104,33 stig eftir að hafa hækkað þrjá daga í röð.

S&P 500 lækkaði um 0,81% og Nasdaq lækkaði um 1,14%.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir