Þarf að gefa netinu gaum í markaðsstarfi

Frosti Jónsson.
Frosti Jónsson. mbl.is/Sigurgeir

Þegar kemur að því að nýta auglýsingamöguleika netsins virðist eins og íslensk fyrirtæki séu ekki alveg með á nótunum.

„Ef við skoðum markaðsstarf á Íslandi kemur í ljós að hlutdeild netmiðla er aðeins um 5-6% en algengt er að sjá tölur í kringum 18-25% í Skandinavíu og Vestur-Evrópu,“ segir Frosti Jónsson, ráðgjafi hjá Birtingahúsinu, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nokkrar kenningar geta skýrt hvers vegna svona lítið fer fyrir markaðssetningu á netinu hjá þjóð sem oft hreykir sér af að vera fremst í flokki þegar kemur að netnotkun. „Ein skýringin er að við búum við óvenjusterka hlutdeild dagblaða á auglýsingamarkaði.

Auglýsingamarkaðurinn á Íslandi er frábrugðinn mörkuðum erlendis að því leyti að hlutdeild dagblaða er miklu hærri hér á landi eða í kringum 50-60%. Þá staðreynd að dagblöðin taka mest til sín af veltunni á auglýsingamarkaðinum má skýra meðal annars með því að lestur þeirra er mjög mikill og miðillinn því freistandi ef ná þarf í stóran hluta markhópsins. Þessi mikli styrkur prentmiðlanna er svo á vissan hátt á kostnað annarra miðla,“ segir Frosti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK