Mikil hækkun hlutabréfa

Kauphöllin í Aþenu.
Kauphöllin í Aþenu. Reuters

Hlutabréf hafa hækkað mikið í helstu kauphöllum Evrópu en fjárfestar hafa fyllst bjartsýni eftir að leiðtogar Evrópusambandsríkja náðu í nótt samkomulagi um aðgerðir vegna skuldakreppunnar á evrusvæðinu.

Þýska Dax hlutabréfavísitalan hækkaði þannig um 3,43% við opnun í morgun en það voru einkum hlutabréf banka sem hækkuðu.  CAC vísitalan í Frakklandi hefur hækkað um 3,6% og FTSE vísitalan í Lundúnum um 2,1%.

Í Aþenu hækkaði vísitala um nærri 4,8 þegar kauphöllin þar var opnuð í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK